REKSTRARKOSTNAÐUR RAFBÍLA

Rekstrar- og viðhaldskostnaður á rafbílum er almennt langt um lægri en á hefðbundnum bensín- eða dísel bílum.

Ein ástæðan er sú að orkan sem rafbílar ganga á er mun ódýrari en bensín, með eða án skattaívalna þar sem rafbílar eru mörgum sinnum orkunýtnari heldur en bensín og díselbílar. Þar að auki eru og verða umhverfisskattar líkt og olíugjald ekki lagðir ofan á rafmagnið.

Rekstrarkostnaður í árlegu viðhaldi er einnig mun minna. Til að mynda eru olíuskipti óþarfi í rafmagnsbílum og bremsur þeirra gæddir ákveðnum eiginleikum sem draga úr notkun bremsuklossa, þar af leiðandi minnkar þörf á endurnýjun. Síðast en ekki síst má nefna að rafmótorinn inniheldur mun færri hreyfiparta heldur en bensínvélin og því er tíðni á bilun og viðhaldi mun minni.


Hér er hægt að reikna út mismun á rekstrarkostnaði og CO2 útblásturs milli rafbíla og bensínbíla.