Líftími hleðslubattería

Eitt af aðal áhyggjuefnum þeirra aðila sem eru að hugsa um að skipta yfir í rafbíl er líftími battería þar sem dýrt er að skipta um batterí. Á flestum rafbílum gildir ábyrgð á batteríum í 5-10 ár eða um 100 - 200.000 ekna kílómetra. Samkvæmt GEOTAB má áætla að batteríin rýrni að meðaltali um 2.3% ár ári og endist í allt að 20 ár. Hægt er að fara inn á síðu GEOTAB og reikna rýrnun batterís fyrir ákveðna tegund og árgerð rafbíla hér.


Einnig er hægt að nota Nissan Leaf og Tesla model S sem viðmið á lífslengd battería þar sem þeir hafa verið einna lengst á markaðnum. Samkvæmt gögnum voru Nissan Leaf bílar í leigubílaakstri með einungis 35% rýrnun á batteríum sínum eftir rúmlega 193.000. km. Til samanburðar var almenn rýrnun battería hjá Tesla Model S innan við 10% eftir 257.500 km.


Nokkrir þættir geta haft áhrif á líftíma rafhlaðna. Vert er að nefna að taka þessa þætti ekki of alvarlega þar sem batteríin í bílum í dag eru það stór að þeir hafa lítil sem engin áhrif á þína daglegu akstursþörf.20-80 reglan


Ekki er gott að leyfa hleðslunni að fara mikið niður fyrir 20% og eða að hlaða yfir 80% nema um langtímakeyrslu sé um að ræðaEkki hlaða bílinn á hverjum degi


Ekki er mælt með að hlaða bílinn hvern einasta dag nema þess þurfi þar sem það er auka álag á batteríiðHraðhleðsla


Ekki er mælt með að nota of oft hraðhleðslu, ástæðan er sú að því hraðar sem bíllinn er hlaðinn, því heitara verður batteríiðHitaðu bílinn


Mikill kuldi (-5°-) eða hiti (27°+) getur dregið úr hleðslugetu rafhlaðna, mælt er með að hita bílinn áður en lagt er af stað. Hitinn er sjaldan vandamál hér á landi en ef ske kynni að hitabylgja skelli á er mælt með að leggja undir skugga.