Hvernig er best að geyma rafbílEf maður er ekki að fara að nota bílinn í tiltölulega langan tíma þá er vænlegast að lána bílinn til fjölskyldumeðlims eða vinar sem þú treystir í stað þess að hafa hann heima í kyrrsetu. Rafbílar endast lengur ef þeir eru keyrðir sem er öfugt við eldsneytisbíla en ástæðan er sú að batteríið getur skaðast við mikla kyrrsetu. Þetta er þó alls ekki nauðsynlegt og það er lítil fyrirstaða til þess að hafa áhyggjur þar sem rafbílar þola vel langvarandi kyrrsetu, svo lengi sem þeir eru ekki geymdir í 0% hleðslu.


Hér fyrir neðan eru nokkur ráð sem vert er að huga að fyrir þá sem vilja fara mjög vel með rafbílinn.


1. Helst ekki geyma hann í stöðugri hleðslu. Það er óþarfi að hafa bílinn í hleðslu þegar hann er fullhlaðinn og veldur í raun aukaálagi á batteríið.


2. Rafbílar eyða ávallt einhverri hleðslu þótt hann sé kyrrstæður, því er gott að finna út hvað hann eyðir miklu til að reikna út hvenær þarf að endurhlaða bílinn. Gott væri að hlaða hann þegar hleðslan er komin niður fyrir 10-20%.


3. Best er að hlaða hann í 60-80% hleðslu áður en maður skilur við hann. Það að hlaða hann upp í 100% getur ollið aukaálagi á rafhlöðuna.


4. Ísland er með kjörhitastig fyrir lithíum batterí, því er lítið áhyggjuefni við að þau ofhitni vegna veðurfars og þar af leiðandi skemmist. Það er því lítið mál að geyma bílinn úti en best væri að hafa hann undir skýli.


5. Síðast en ekki síst er ráðlegt að færa bílinn, líkt og öll önnur farartæki, af og til svo að bíllinn sitji ekki alltaf á sama snertifleti hjólbarðans. Nægilegt er að keyra örfá skref fram og svo til baka.