Heimahleðsla

Að vera með heimahleðslustöð fylgja ákveðin þægindi og öryggi. Í dagsins amstri verður óþarfi að þurfa að leita eftir næstu almenningshleðslustöð og eyða tímanum í að bíða eftir að bíllinn klári að hlaða sig. Í staðinn er hægt að hlaða heima hjá sér eftir hentugleika og nýta tímann í eitthvað annað. Einnig er ódýrara að hlaða heima hjá sér þar sem kWst kostar á bilinu 13,8 - 19,4 kr. á meðan kostnaðurinn er um 20 - 50 kr. á almenningshleðslustöðvum. Mælt er með því að hlaða heima hjá sér að nóttu eða á milli 22:00 - 06:00 því þá er rafmagnsálag heimila í lágmarki.


Þó þarf að huga að mörgu við uppsetningu á heimahleðslustöðvum, til að mynda staðsetning hleðslustöðvar, gerð hennar og eiginleikar og að öll öryggismál séu uppfyllt og lögleg.


Á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun má finna allar þær upplýsingar sem þarf til að setja upp heimahleðslustöðvar, hvort sem um fjölbýli eða einbýli er að ræða, byggð eða óbyggð húsnæði o.sfrv.


Það er heldur kostnaðarsamt að setja upp heimahleðslustöð en fjöleignarhús geta sótt um styrk í sjóð Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Hér má finna reglur um styrk vegna uppsetningu hleðslustöðva rafbíla við fjöleignarhús.