Ívilnanir ríkisstjórnarinnar til rafbílakaupa

Eins og glöggir landsmenn hafa tekið eftir hefur ríkisstjórn Íslands gripið til ráðstafana til að flýta fyrir rafbílavæðingu landsins. Ívilnanirnar fela í sér niðurfellingu á vsk en um áramótin lækkuðu ívilnanir á tengiltvinnbílum (hybrid) úr 960 þúsund í 480 þúsund. Þær verða í gildi þar til 15.000 bílar hafa verið seldir en áætlað er að það verði snemma á þessu ári. Í desember á síðasta ári voru þegar seldir 13.226 tengiltvinnbílar. Kostnaður ríkisins vegna tengiltvinnbíla er áætlaður 3.5 milljarðar í ár.

Ívilnun á hreinum rafmagns- og vetnisbílum er 1.560.000 kr. af vsk og er í gildi út 2022. Hámark bílverðsins sem nýtur ívilnunar er 6.500.000 kr. og afslátturinn verður í gildi þar til 15.000 rafbílar hafa verið seldir. Í dag er búið að flytja inn yfir 12.500 rafbíla og því gott fyrir áhugasama rafbílakaupendur að byrja að huga að kaupum frekar fyrr en seinna ætli þeir sér að nýta þennan afslátt. Þó má geta að lögð hafa verið fram drög að frumvarpi þar sem lagt er til að hækka hámarskfjölda rafbíla upp í 20.000 sem eru sannkallaðar gleðifréttir. Hægt er að fylgjast með fjölda innfluttra rafbíla hér.

Á síð­asta ári nam upp­hæð nið­ur­fellds virð­is­auka­skatts á raf­magns­bíla alls 2,9 millj­örðum króna en slíkur afsláttur var veittur vegna inn­flutn­ings á 2.632 raf­magns­bíl­um. Rúmir 2,2 millj­arðar virð­is­auka­skatts voru felldir niður vegna 2.360 tengilt­vinn­bíla.Hér má sjá tölfræði um skráða raf- og tengiltvinnbíla: https://bifreidatolur.samgongustofa.is/#lykiltolur