Fyrirtækið

Við hjá Bensínlaus trúum því að á hverju einasta heimili landsins eigi að vera rafbíll.  Bensínlaus er eina fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig einungis í grænum bílum og teljum við það okkar skyldu að fræða fjöldann og miðla þekkingu okkar á rafbílum á mannamáli.  Bensínlaus vinnur á hverjum degi að rafbílavæðingu Íslands með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á lausnir sniðnar að þeirra þörfum og aukið úrval á grænum bílum með innflutningi frá Evrópu og Ameríku.
 

Bensínlaus býður viðskiptavinum sínum upp á að finna drauma rafbílinn sinn og við vinnum síðan sem umboðsmenn viðskiptavina okkar. Okkar starf sem umboðsmaður viðskiptavina er að finna rétta bílinn á sem hagstæðustu verði og sjá um allt ferlið við að koma honum til landsins.

Sagan

Bensínlaus ehf. var stofnað af þeim Jamie Clark og Ívari Mána Garðarssyni í ársbyrjun 2020.  Jamie og Ívar hafa þekkst lengi vel og hafa mikla reynslu og haldbæra þekkingu á bílamarkaðnum og þá sér í lagi innflutningi á bílum en þeir unnu saman fyrir Ástþór Magnússon hjá Islandus bílum.  Ívar hefur bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum og þá var hann einnig kosningastjóri fyrir forsetaframboð Ástþórs Magnússonar. Jamie hefur bakgrunn í tækniiðnaði, nýsköpun og viðskiptaþróun, og grafískri hönnun og er núna gjörsamlega ástfanginn af Íslandi.


Ástæðan fyrir stofnun fyrirtækisins var sú að þeir Jamie og Ívar sáu að íslenska markaðurinn vantaði frjálsan og aðgengilegan vettvang fyrir Íslendinga til að festa kaup á sínum draumarafbíl á hagstæðum kjörum, og með styttri biðtíma en aðrir gátu boðið upp á á tímum heimsfaraldurs, með sterk viðskiptatengsl í forgrunni.  Hugmyndin að fyrirtækinu spratt upp á árunum 2018/2019 þegar þeir Jamie og Ívar voru að stunda viðskipti í Tech + Innovation víðs vegar um Evrópu og Norður-Ameríku, sem gaf þeim innsýn á markaðinn og þar lögðu þeir grunninn að því hvernig ný nálgun í bílaviðskiptum gæti hraðað rafbílavæðingu Íslands með hagkvæmt viðskiptamódel að leiðarljósi. Fyrst um sinn stofnuðu þeir Bílaskipti þar sem megináherslan var á að skipta út fyrir viðskiptavini bensínbílum fyrir rafmagnsbíla en þegar eftirspurnin eftir nýjum rafmagnsbílum jókst til muna ákváðu þeir að breyta um stefnu og leggja sitt lóð á vogaskál rafbyltingarinnar.  Í kjölfarið spratt upp hugmyndin að Bensínlaus en með tilkomu Bensínlaus var lagt upp með að áherslan sé lögð á hagstæð rafmagnsbílakaup, sérsniðin af þörfum og óskum viðskiptavina og til þess fallin að geta orðið leiðandi afl á íslenskum bílamarkaði.

 

Bensínlaus hóf starfsemi sína á Marbella á Spáni og flutti síðan til Íslands síðla árs 2020 og hóf þá starfsemi sína á Íslandi. Bensínlaus er óbundið birgðarstöðu og umboðssamningum og því með öllu hlutlaust til að útvega Íslendingum hvaða bíl sem er, á sem hagstæðustu verði og með sem stystum biðtíma.  Bensínlaus hefur komið sér upp viðamiklu tengslaneti söluaðila um heim allan sem gerir okkur kleift að útvega viðskiptavinum okkar draumarafbílinn sinn á hagstæðustu kjörum sem markaðurinn býður upp á.

Söluskilmálar

Aðstoð við bílakaup

Bensínlaus aðstoðar viðskiptavin við að finna bíl að hans óskum og vinnur sem umboðsmaður viðskiptavinar. Sé um innflutning að ræða aðstoðar Bensínlaus viðskiptavin við að finna bíl að hans óskum og sér um allt það ferli sem felst í því að versla og koma bílnum til Íslands, skráður og reiðubúinn til notkunar.

 

Bensínlaus sér um samninga og innkaup fyrir hönd viðskiptavinar erlendis, lætur söluskoða bifreiðina, flutninga erlendis, flutningstryggingar, innflutning á Íslandi, Evrópuvottun, skráningu í bifreiðaskrá og að lokum afhendingu.

 

Bensínlaus er umboðsmaður viðskiptavinar og veitir þjónustuna án samábyrgðar með seljanda eða framleiðanda bifreiðarinnar.

Fjármögnun

Bensínlaus kappkostar að útvega þeim viðskiptavinum sem þurfa fjármögnun til bílakaupa. Fjármögnun er aldrei innifalin í verði bílsins.

 

Sé fjármögnun tekin í gegnum þriðja aðila gilda skilmálar viðkomandi lánafyrirtækis. Lágmarks innborgun miðast við 20%.

Afhendingartími

Áætlaður afgreiðslutími á bifreiðum er 8-12 vikur. Áætlaður afhendingardagur er aðeins mat og yfirleitt ætti biðtími ekki að vera lengri en 12 vikur frá dagsetningu samningsins.

 

Bensínlaus hefur það að markmiði að afhenda bifreiðina innan áætlaðs tíma en er þó háð afhendingu hennar frá framleiðanda/seljanda og flutningafyrirtækjum ásamt þeim nauðsynlegu gögnum sem þurfa að fylgja.

 

Bensínlaus ber ekki ábyrgð á þeim aukakostnaði eða óþægindum sem geta hlotist vegna tafa á flutningi eða afhendingu sem er utan þess áhrifasviðs eða vegna ófyrirsjáanlega atvika/aðstæðna.

Tryggingar

Bensínlaus tryggir farm bílsins frá umboði til afhendingar. Allur farmur bílsins er tryggður í innanlandsflutningi erlendis sem og í skipi þegar bíllinn er fluttur til Íslands.

Ábyrgðarmál

Ábyrgðarmál eru breytileg og fara eftir ábyrgðarskilmálum hvers og eins framleiðanda og markaðssvæðis. Bensínlaus er einungis umboðsmaður kaupanda og veitir því enga ábyrgð. 
 

Þegar ábyrgð framleiðenda bílsins gildir ekki bíður Tryggingamiðstöðin upp á sérstaka Bílaábyrgð sem bætir viðgerðarkostnað sem rekja má til galla á framleiðslu og við samsetningu bifreiða. Sjá nánar.

Ástandsskoðun

Sé bíllinn nýr eða ónotaður er gengið frá kaupunum án ástandsskoðunar. Ef bíllinn er notaður er saga hans könnuð gaumgæfulega, ásamt því að söluskoðun er framkvæmd áður en gengið er frá kaupunum erlendis.

 

Ástandsskoðun er framkvæmd af skoðunaraðila eða viðurkenndu bílaumboði. Fari bíllinn í gegnum ástandsskoðun án athugasemda gengur Bensínlaus frá kaupum bílsins um hæl, en fái bíllinn athugasemdir fer Bensínlaus yfir skoðunarskýrslu bílsins með viðskiptavini áður en gengið er frá kaupunum.

Innflutningur
Kostnaður
Bifreiðagjöld
Ekki innifalið
Nýskráning
Ekki innifalið
Bifreiðakoðun
Ekki innifalið
Evrópuvottun/TUV
Ekki innifalið
Virðisaukaskattur bifreiðar
Innifalið (Nema annað sé tekið fram)
Vörugjöld bifreiðar
Innifalið
Forskráning Samgöngustofu
Innifalið
Farmtrygging í flutningi og skipi
Innifalið
Innflutningur til Íslands
Innifalið
Innanlandsflutningar erlendis
Innifalið
Ástandsskoðun erlendis
Innifalið
Samningar við erlent bílaumboð
Innifalið

ATH, Við heimkomu bifreiðar er miðað við að kostnaður Evrópuvottunar, skoðunar, skráningar og bifreiðagjalda fari ekki yfir Kr. 100.000.

Persónuvernd

Við tökum persónuvernd viðskiptavina alvarlega og kappkostum að tryggja vernd persónuupplýsinga í samræmi við gildandi Lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.  
 
Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar Bensínlaus býr yfir um þig og afrit af þeim gögnum. Þú átt rétt á því að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær leiðréttar og vinnsla þeirra takmörkuð, ásamt því að andmæla vinnslu.
 
Óskir þú eftir því að nýta þér einhver af réttindum þínum eða hafir þú athugasemdir við meðhöndlun persónuupplýsinga getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á adstod@bensinlaus.is.

Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og aðeins nýttar í þeim tilgangi að senda tilboð og klára viðskipti.

Vafrakökustefna

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Kökurnar má flokka í fernt; nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar, markaðssetning.


 

Vafrakökur eru upplýsingapakkar, sem netvafrar vista að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til frekari vinnslu. Kökur geyma oft upplýsingar um stillingar notanda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notanda o.fl. Kökur eru einnig oft nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Vafrinn eyðir kökunni þegar líftími hennar rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna. Ef þú ert ekki ánægð/ur með notkun á einhverjum kökum á vefsíðunni getur þú lokað á þær eða eytt úr vafranum þínum. Gerir þú slíkt getur það hamlað virkni vefsíðunnar.
 
Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um notkun á vafrakökum á framfæri, skal athugasemdum komið til skila í tölvupósti á adstod@bensinlaus.is.